Daníel Þorkelsson (1903-89)

Daníel Þorkelsson

Daníel Þorkelsson

Nafn Daníels Þorkelssonar er ekki það þekktasta í íslenskri tónlistarsögu en áður fyrr þekktu flestir það nafn hér á landi.

Daníel fæddist 1903, menntaði sig í málaraiðninni í Þýskalandi en hafði alla burði til að verða atvinnusöngvari, hafði til dæmis lært hjá Sigurði Birkis. Hann var þá þegar farinn að syngja með Karlakór Reykjavíkur, og oft einsöng með kórnum reyndar eins og Karlakórnum Fóstbræðrum síðar.

Í Þýskalandi kynntist hann verðandi eiginkonu sinni, og fluttust þau hingað til Íslands. Daníel starfaði þá mest alla tíð við iðn sín en söng þó reglulega, hélt einsöngstónleika en söng einnig einsöng með kórunum sem fyrr segir.

Daníel, sem var tenórsöngvari, var með fyrstu söngvurum til að syngja í Ríkisútvarpinu sem stofnað var 1930 og vegna þess varð hann landsfrægur. Hann söng ennfremur árið 1933 inn á tveggja laga 78 snúninga plötu, sem kom út á vegum Fálkans. Við sama tækifæri kom út plata með bróður hans, Sveini en sá var einnig mikill söngmaður.

Einsöng Daníels má einnig á nokkrum 78 snúninga plötum sem út komu 1933.

Daníel lést 1989.

Efni á plötum