Danssveitin (1993-96)

Danssveitin

Danssveitin

Danssveitin lék á dansstöðum bæjarins um nokkurra ára skeið á tíunda áratugnum en sveitin var skipuð reynsluboltum úr danshljómsveitabransanum.

Sveitin var oft auglýst undir nafninu Danssveitin og Eva Ásrún [Albertsdóttir] en hún var söngkona sveitarinnar. Aðrir meðlimir voru Bjarni Sveinbjörnsson bassaleikari, Kristján Óskarsson hljómborðsleikari, Sigurður V. Dagbjartsson söngvari og gítarleikari og Gunnar Jónsson trommuleikari. Danssveitin var lengi húshljómsveit Danshússins í Glæsibæ.

Um tíma lék Rafn Erlendsson trommuleikari með sveitinni og söng einnig en að lokum var það Már Elíson sem barði trommusettið.

Ýmsir aðrir söngvarar komu fram sem gestir með sveitinni, þar má nefna Ragnar Bjarnason og Stefán Jónsson (Lúdó og Stefán).

Danssveitin lék undir það síðast undir nafninu Danssveitin Kos áður en nafni hennar var endanlega breytt í Kos um mitt ár 1996.