Danshljómsveit Keflavíkur (1959-63)

Danshljómsveit Keflavíkur

Fáar og litlar heimildir er að finna um Danshljómsveit Keflavíkur sem starfaði á árunum í kringum 1960 og eitthvað fram á sjöunda áratuginn, líklega þar til bítlatónlistin skók Keflavík og heiminn allan reyndar.

Sveitin starfaði undir stjórn Guðmundar H. Norðdahl frá 1959 og til 1963 að minnsta kosti. Þá voru í sveitinni auk Guðmundar sem lék á klarinettu, Erlingur Jónsson kontrabassaleikari, Jóhann Guðmundsson gítarleikari, Þórir Baldursson píanóleikari, Garðar Sigurðsson trommuleikari, Ingiþór Geirsson básúnuleikari, Agnar Sigurvinsson básúnuleikari, Birgir Sveinsson trompetleikari, Hörður Jóhannsson baritónsaxófónleikari, Guðlaugur Kristófersson (Laugi rakari) trompetleikari, Baldur Sigurbergsson trompetleikari, Ársæll Jónsson (Alli djass) klarinettuleikari, Guðfinnur Sigurvinsson tenórsaxófónleikari og Hreinn Óskarsson altsaxófónleikari.

Danshljómsveit Keflavíkur gæti hafa starfað mun lengur og eru allar upplýsingar um líftíma hennar, auk annarra upplýsinga, vel þegnar.