Danshljómsveit Keflavíkur (1959-63)

Danshljómsveit Keflavíkur

Danshljómsveit Keflavíkur 1959

Fáar og litlar heimildir er að finna um Danshljómsveit Keflavíkur sem starfaði á árunum í kringum 1960 og eitthvað fram á sjöunda áratuginn, líklega þar til bítlatónlistin skók Keflavík og heiminn allan reyndar.

Sveitin starfaði undir stjórn Guðmundar Norðdahl frá 1959 og til 1963 að minnsta kosti. Þá voru í sveitinni auk Guðmundar, Erlingur Jónsson [?], Jóhann Guðmundsson [?], Þórir Baldursson [?] Garðar Sigurðsson [?], Ingiþór Geirsson básúnuleikari, Agnar Sigurvinsson klarinettuleikari, Birgir Sveinsson [?], Hörður Jóhannsson [?], Guðlaugur (Laugi rakari) [?], Baldur Sigurbergsson trompetleikari, Guðfinnur Sigurvinsson klarinettuleikari og Hreinn Óskarsson klarinettuleikari.

Danshljómsveit Keflavíkur gæti hafa starfað mun lengur og eru allar upplýsingar um líftíma hennar, auk annarra upplýsinga, vel þegnar.