Dauðarefsing (1970-71)

engin mynd tiltækHljómsveitin Dauðarefsing starfaði í Vestmannaeyjum og verður sjálfsagt aðallega minnst fyrir að Bjartmar Guðlaugsson var í henni en hann átti eftir að verða stórt nafn í íslensku tónlistarlífi um einum og hálfum áratug síðar.

Dauðarefsing var stofnuð síðsumars 1970 í Eyjum, meðlimir hennar voru í byrjun auk Bjartmars sem lék á trommur, Valdimar Gíslason gítarleikari, Hafþór Pálmason söngvari og Kristinn Jónsson bassaleikari. Um jólin bættist fimmti meðlimurinn við Dauðarefsingu en það var Ólafur Guðjónsson, sem tók við söngnum en Hafþór færði sig þá yfir á hljómborð.

Dauðarefsing lék einkum á heimaslóðum en eitthvað þó uppi á fastalandinu. Sveitin starfaði fram á vor 1971 þegar hún hætti störfum. Þeir félagarnir voru allir um tvítugt.