Parror (1986-87)

Parror

Parror

Hljómsveitin Parror var framarlega í flokki rokksveita á Akureyri síðari hluta níunda áratugar síðustu aldar og gaf meðal annars út snældu um það leyti sem hún lagði upp laupana.

Parror hafði á að skipa nokkrum félögum sem höfðu verið áberandi í akureysku rokklífi en hún var stofnuð upp úr Akureyrar-útlögunum vorið 1986.

Meðlimir Parrors voru Steinþór Stefánsson oft kenndur við Fræbbblana en hann lék á gítar í sveitinni, Kristján Pétur Sigurðsson söngvari (Kamarorghestar o.fl.), Rögnvaldur „gáfaði“ Rögnvaldsson bassaleikari (Dægurlagapönkhljómsveitin Húfa, Hvanndalsbræður o.fl.) og Kristinn Valgeir Einarsson trommuleikari (Moly pasta o.fl.). Annar gítarleikari gekk til liðs við sveitina síðsumars 1986 en virðist ekki hafa haft þar langa viðveru. Nafn hans er ekki þekkt en hann var kallaður Daddi.

Sumarið 1987 átti sveitin þrjú lög á safnsnældunni Snarl og um seint haustið kom út Stórkostlega brenglaður anarkískur galgopaháttur en það var níu laga snælda sem Parror gaf sjálf út.

Sveitin fylgdi þó útgáfu snældunnar lítt eftir þar sem hún hætti um svipað leyti. Upp úr Parror var hljómsveitin Lost stofnuð en aukinheldur stofnuðu þeir Rögnvaldur og Kristján Pétur skammlífan dúett, Parrak.

Efni á plötum