Afmælisbörn 14. apríl 2016

Ásgeir Ásgeirsson

Ásgeir Ásgeirsson

Glatkistuafmælisbörn eru tvö talsins í dag:

Hvergerðingurinn og kennarinn Heimir Eyvindarson lagahöfundur og hljómborðsleikari hljómsveitarinnar Á móti sól er fjörutíu og átta ára gamall. Hann hefur lengst af starfað með Á móti sól  sem hefur starfað á þriðja áratug en einnig má nefna sveitir eins og Dansband EB, Jónas, Ljósmund, Pass (frá Mars), Lótus og Nonna & mannana.

Einnig á gítarleikarinn Ásgeir (Jón) Ásgeirsson afmæli á þessum degi en hann er fjörutíu og fjögurra ára gamall. Ásgeir byrjaði í poppinu og lék þá með sveitum eins og Sóldögg en síðan tók djassinn yfir og hann hóf að leika með hljómsveitum í þeim geiranum eins og B3, Burkina Faso, Huld, Los, Out of the loop, The Multiphones og JP3. Ásgeir hefur sent frá sér tvær sólóplötur, þá síðari á síðasta ári.