Bíbí og Mandó á Rósenberg

Bíbí og MandóNú er komið að því sem beðið hefur verið með óþreyju.

Bíbí og Mandó leiða saman hljóðhesta sína á ný á tónleikum á Café Rósenberg við Klapparstíg á fimmtudagskvöldið 28. apríl nk. kl. 21:00.

Hina óviðjafnanlegu og tápmiklu tangó-, klezmer- og hamingjusveit Mandólín er nauðsynlegt að sem flestir þekki þar sem hún bætir, hressir og kætir í þeim hlutföllum sem áhorfendum koma best. Leikin verða lög eftir Kurt Weill og örugglega einhverja fleiri auk þess sem sungið verður upp úr Panamaskjölunum.

Brynhildur Björnsdóttir söngkona og Magnús Jóhann Ragnarsson píanóleikari hefja tónleikana með því að flytja nokkur uppáhaldslög hinnar fyrrnefndu í krafti aldurs hennar og fyrri starfa.

Aðgangseyrir er 2000 krónur sem greiðist við innganginn, ekki er tekið við kortum.