Par-ís (1991-95)

par-is

Par-ís

Dúettinn Par-ís (París) var starfræktur á árunum 1991 til 95, og lék einkum á minni öldurhúsum og í einkasamkvæmum.

Par-ís var stofnaður í Kópavogi árið 1991 og var skipaður þeim Mjöll Hólm söngkonu og Gunnari Tryggvasyni hljómborðsleikara en hann hafði m.a. starfað með Póló og Erlu á Akureyri. Þau Mjöll og Gunnar störfuðu saman til 1993 en síðan tók Dagmann Ingvason við af Gunnari og þannig skipaður starfaði Par-ís til 1995.