Pakk (1982)

engin mynd tiltækHljómsveitin Pakk starfaði 1982 og var sett saman úr meðlimum hljómsveitanna Lojpippos og Spojsippus og Purrki pillnikk, þeir voru Sveinbjörn Gröndal, Þórólfur Eiríksson, Einar Örn Benediktsson og Bragi Ólafsson. Engar upplýsingar er að finna hver hljóðfæraskipan sveitarinnar var en hér er giskað á að Einar Örn hafi sungið, Bragi leikið á bassa og þeir Sveinbjörn og Þórólfur hafi gegnt rafhljóðahlutverkum.

Pakk var auglýst á tónleikum vorið 1982 en þegar til kom var tónlistin leikin af bandi svo ekki er víst að sveitin hafi nokkru sinni komið opinberlega fram.

Pakk sendi þó frá sér eina afurð í formi snældu, hún kom út hjá Gramminu en engar upplýsingar er að finna um hana nema að sagan segir að hún hafi verið seld í svörtum nælonsokki.

Efni á plötum