Afmælisbörn 30. maí 2016

Jónas Ingimundarson1

Jónas Ingimundarson

Afmælisbörn Glatkistunnar eru tvö talsins að þessu sinni:

Jónas Ingimundarson píanóleikari er sjötíu og tveggja ára í dag. Hann nam píanóleik, fyrst hér heima en síðan í Austurríki, og hefur starfað sem píanóleikari, kórstjórnandi og píanókennari síðan. Píanóleik hans má heyra á fjölmörgum plötum, þar af nokkrum sólóplötum. Jónas hefur ennfremur hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir tónlistarstörf sín, þar má nefna fálkaorðuna og heiðursverðlaun Íslensku tónlistarverðlaunanna.

Hanna Dóra Sturludóttir mezzósópran söngkona frá Búðardal er fjörutíu og átta ára gömul í dag. Hún nam söng hér heima og í Þýskalandi þar sem hún starfaði um árabil og lagði áherslu á ljóðasöng, en plötur með söng hennar hafa komið út á Íslandi og í Þýskalandi en Hanna Dóra hefur haldið tónleika mjög víða um Evrópu. Hún starfar einnig í Tríói Blik, sem gefið hefur út tvær plötur.