Perlan [2] (1990-92)

engin mynd tiltækHljómsveitin Perlan lék á öldurhúsum borgarinnar á árunum 1990-92, sveitin mun hafa sérhæft sig í gömlu dönsunum og voru staðir eins og Danshúsið í Glæsibæ aðal vettvangur hennar.

Ekki er að finna neinar upplýsingar um meðlimi Perlunnar utan þess að Mattý Jóhanns (Matthildur Jóhannsdóttir) var söngkona sveitarinnar.

Perlan sem auglýsti á sínum tíma grimmt þjónustu sína í smáauglýsingum dagblaða bauð upp á dúett og tríó auk fullmannaðrar sveitar.

Svo virðist sem Perlan hafi hætt störfum vorið 1992.