Perlan [2] (1990-92)

Hljómsveitin Perlan lék á öldurhúsum borgarinnar á árunum 1990-92, sveitin mun hafa sérhæft sig í gömlu dönsunum og voru staðir eins og Danshúsið í Glæsibæ aðal vettvangur hennar. Ekki er að finna neinar upplýsingar um meðlimi Perlunnar utan þess að Mattý Jóhanns (Matthildur Jóhannsdóttir) var söngkona sveitarinnar. Perlan sem auglýsti á sínum tíma grimmt þjónustu…

Perlan [3] (2003)

Hljómsveit að nafni Perlan starfaði 2003 og sendi þá frá sér jólaplötuna Gleði heimsins. Perlan lék eitthvað á samkomum tengdum ÆSKR (Æskulýðssambandi kirkjunnar í Reykjavíkurprófastsdæmum) en ekki liggur fyrir hvort sveitin tengdist því starfi eitthvað frekar. Á plötu Perlunnar, sem tekin var upp haustið 2003, er að finna jólalög í rokkuðum útsetningum en á henni…

Rabbi (1954-2004)

Rafn Jónsson tónlistarmaður (f. 1954) eða Rabbi eins og hann var iðulega nefndur, á rætur sínar að rekja til Vestfjarða og starfaði hann lengst af á Ísafirði þótt fæddur sé á Suðureyri við Súgandafjörð. Rafn var á Ísafirði trommuleikari í hljómsveitum eins og Perlunni/Útför Rabba Jóns, Náð, Ýr (sem gaf út plötuna Ýr er skýr/Ýr…

Útför Rabba Jóns (um 1975)

Hljómsveitin Útför Rabba starfaði á Ísafirði á áttunda áratugnum, en sveitin hét áður Perlan. Rafn Jónsson var trommuleikari í henni en ekki liggur fyrir hverjir aðrir voru meðlimir sveitarinnar, eða um tilvist hennar almennt.