Mattý Jóhanns (1942-)

Söngkonan Mattý Jóhanns söng í áratugi með hljómsveitum á skemmtistöðum borgarinnar sem sérhæfðu sig í gömlu dönsunum, það er ekki ofsögum sagt að hægt sé að titla hana drottningu gömlu dansanna. Mattý (Matthildur Jóhannsdóttir) fæddist árið 1942 og bjó lengi í Mosfellssveitinni þar sem hún ólst upp en hún er yngri systir Margrétar Helgu Jóhannsdóttur…

Tríó Þorvaldar (1957 / 1981-2001)

Tríó Þorvaldar var starfandi í áratugi en það spilaði mestmegnis danstónlist og gömlu dansana. Þorvaldur Jónsson harmonikkuleikari frá Torfastöðum á Fljótsdalshéraði var fyrst með tríó í eigin nafnið sumarið 1957 en þá voru ásamt honum í sveitinni þeir Páll Sigfússon trommuleikari og Önundur Magnússon klarinettuleikari. Þeir félagar léku þá á böllum í sveitinni og þótt…

Þristar (1978-81)

Fáar heimildir er að hafa um gömludansahljómsveitina Þrista en samkvæmt auglýsingum fjölmiðla var sveitin starfandi a.m.k. á árunum 1978-81 en höfuðvígi hennar var þá Lindarbær. Meðlimir Þrista á þeim árum voru Gunnar Páll Ingólfsson söngvari og gítarleikari, Haukur Sighvatsson trommuleikari og Þorvaldur Jónsson harmonikkuleikari. Ein heimild segir Þorvald hafa verið í sveit með þessu nafni…

Perlan [2] (1990-92)

Hljómsveitin Perlan lék á öldurhúsum borgarinnar á árunum 1990-92, sveitin mun hafa sérhæft sig í gömlu dönsunum og voru staðir eins og Danshúsið í Glæsibæ aðal vettvangur hennar. Ekki er að finna neinar upplýsingar um meðlimi Perlunnar utan þess að Mattý Jóhanns (Matthildur Jóhannsdóttir) var söngkona sveitarinnar. Perlan sem auglýsti á sínum tíma grimmt þjónustu…

Kátar systur (1967-68)

Söngkvartettinn Kátar systur starfaði í Mosfellssveitinni um tveggja ára skeið 1967-68 og sungu einkum á skemmtunum á heimaslóðum. Um var að ræða fjórar stúlkur úr kirkjukór Lágafellssóknar, þær Hrefna Magnúsdóttir, Ólöf Gísladóttir, Úlfhildur Geirsdóttir og Matthildur Jóhannsdóttir (Mattý Jóhanns) en sú síðast talda lék gjarnan á gítar undir söng þeirra.

Drekar [2] (1975-87)

Drekar var hljómsveit sem sérhæfði sig í gömlu dönsunum og lék aðallega á dansstöðum borgarinnar um tólf ára skeið á árunum 1975-87. Engar upplýsingar finnast um meðlimi Dreka eða hvort einhver tengsl séu á milli sveitanna tveggja sem báru þetta nafn. Þó liggur fyrir að Mattý Jóhanns (Matthildur Jóhannsdóttir) söng með sveitinni og Hjördís Geirs…

Rekkar [2] (1981)

Rekkar var hljómsveit sem einkum lagði áherslu á gömlu dansana og lék á böllum á höfuðborgarsvæðinu vorið 1981. Söngkonan Mattý Jóhanns kom fram með Rekkum í nokkur skipti en hún var líkast til ekki í sveitinni. Engar upplýsingar finnast um hverjir skipuðu þessa sveit.