Afmælisbörn 27. maí 2016

Gunni Óla

Gunnar Ólason

Einn tónlistarmaður kemur við sögu á afmælislista Glatkistunnar að þessu sinni:

Gunnar Ólason söngvari og gítarleikari Skítamórals frá Selfossi á stórafmæli í dag en hann er fertugur. Auk þess að vera einn af Skímó-liðum hefur hann leikið með sveitum eins og Vinum Sjonna, Galeiðunni, Plasti, Spark, Loðbítlum, Nepal og Poppins flýgur. Auk þess var Gunnar annar helmingur dúettsins Two tricky sem var fulltrúi Íslands í Eurovision 2001.