Reðr (1981-84)

engin mynd tiltækLitlum sögum fer af hljómsveitinni Reðr en hún mun hafa starfað í Hlíðunum á níunda áratug síðustu aldar.

Reðr mun upphaflega hafa verið starfandi í Hlíðaskóla og síðan Menntaskólanum við Hamrahlíð, og mun Einar Rúnarsson hljómborðsleikari (Sniglabandið, Blúsmenn Andreu o.fl.) hafa verið einn meðlima hennar. Sé tekið mið af því gæti sveitin hafa verið starfandi u.þ.b. á árunum 1981-84. Stefán Hilmarsson (síðar söngvari Sálarinnar hans Jóns míns o.fl.) mun hafa spilað eitt gigg með sveitinni – á trommur.

Allar viðbætur, leiðréttingar og aðrar upplýsingar um þessa hljómsveit eru vel þegnar.