Toppmenn [1] (1983-84)

Toppmenn21

Toppmenn

Hljómsveitin Toppmenn var stofnuð 1983 en hafði þá í raun starfað um tíma, undir nafninu Bringuhárin.

Meðlimir þessarar sveitar voru þeir félagar Stefán Hjörleifsson gítarleikari og Jón Ólafsson hljómborðsleikari en aukinheldur innihélt hún Hafþór Hafsteinsson trymbil og Hannes Hilmarsson bassaleikara. Jón var líklega aðalsöngvari Toppmanna.

Toppmenn spiluðu heilmikið á skemmtistöðum höfuðborgarinnar og snemma árs 1984 tóku þeir þátt í uppfærslu nemendafélags Verzlunarskóla Íslands á söngleiknum Rocky horror picture show en Jón var þá einmitt kórstjóri Verzlunarskólakórsins. Sýningin, með Felix Bergsson (síðar leikari og söngvari Greifanna) í aðalhlutverki, gekk vel og farið var af stað með hana sem farandsýningu sem gekk um landið, fram á sumarið. Þá hafði Einar Bragi Bragason saxófón- og flautuleikari gengið til liðs við sveitina en hann hafði upphaflega aðeins tekið þátt í leiksýningarhlutanum.

Toppmenn störfuðu til haustsins 1984 en þá var önnur sveit, Töfraflautan stofnuð upp úr henni.