Toralf Tollefsen (1914-94)

Toralf Tollefsen

Toralf Tollefsen harmonikkuleikari

Nafn Toralfs Tollefsen á kannski illa við í umfjöllun um íslenska tónlist en ástæðan er sú að hérlendis komu út sex íslensk lög í hans flutningi á tveimur 78 snúninga plötum. Tvö laganna komu síðar út á safnplötunni Bestu lög 6. áratugarins (1978).

Toralf Luis Tollefsen (1914-1994) var norskur harmonikkuleikari sem ungur hóf að leika á hljóðfærið og varð síðar heimsþekktur fyrir leikni sína og mörgum fyrirmynd í harmonikkugeiranum.

Hann kom tvívegis hingað til Íslands til tónleikahalds og lék hér klassíska tónlist í bland við léttmeti við fádæma vinsældir, fyrst haustið 1952 og svo aftur sumarið 1953 en þá lék hann á um fimmtíu tónleikum víða um land á um tveggja mánaða tímabili, þetta var fyrir milligöngu Svavars Gests. Plöturnar tvær sem áður er minnst á komu væntanlega út í tengslum við það tónleikahald.

Nafn Tollefsens var ekki síður þekkt á Íslandi en annars staðar og fékk hann sinn tíma í þáttum Ríkisútvarpsins og allt til þessa dags, plötur hans hafa fengist hérlendis alla tíð frá 1937.

Efni á plötum