Tónik [2] (1961)

engin mynd tiltækHljómsveit með þessu nafni var hugsanlega starfandi sumarið 1961 á sama tíma og Tónik[1] starfaði. Þessi sveit var auglýst undir nafninu (hinn nýi) Tónik kvintett í blöðunum en meðlimir voru að því er virðist allt aðrir, Sigurður Johnny söngvari, Astrid Jensdóttir söngkona, Pétur [?], Tryggvi [?], Rafn [?], Sveinn [?] og Donald [Walker bassaleikari?].

Sveitin er auglýst í örfá skipti í miðlunum en nokkru síðar birtist auglýsing með sömu ljósmynd og áður hafði birst, í þetta skiptið heitir sveitin Taboo kvintett.

Engar skýringar liggja að baki þessu, hugsanlegt er þó að þessi sveit hafi farið af stað án þess að vita af nafni hinnar sveitarinnar en breytt sínu nafni í Taboo kvintett þegar þeim var „bannað“ að kalla sveit sína Tónik. Þetta er þó einungis ágiskun. Að minnsta kosti virðist sem sveitin hafi kallað sig Taboo kvintett og starfað í nokkurn tíma eftir þetta.