Tónabræður [3] (1965-66)

engin mynd tiltækTónabræður (hin þriðja) var úr Reykjavík og lék á dansleikjum um miðjan sjöunda áratug 20. aldar, hún virðist hafa starfað í um ár.

Meðlimir Tónabræðra voru Arnþór Jónsson gítarleikari (Addi rokk), Finnur Torfi Stefánsson gítarleikari (Óðmenn o.fl.), Gunnar Ingólfsson trommuleikari og Júlíus Sigurðsson saxófónleikari. Ekki liggur fyrir hver var söngvari sveitarinnar en hún spilaði eitthvað í Glaumbæ og allavega tvisvar á blómaballi í Hveragerði (1965 og 66), sem haldin hafa verið allt til dagsins í dag.