Tríó Jakobs Lárussonar (1937)

Tríó Jakobs Lárussonar

Tríó Jakobs Lárusson

Um Tríó Jakobs Lárussonar er lítið að finna, ein heimild segir sveitina hafa gengið undir nafninu Konkúrrantarnir en sveitin mun hafa starfað á Siglufirði 1937, væntanlega í tengslum við fjölskrúðugt mannlíf þar á síldarárunum.

Tríóið skipaði Jakob Lárusson (sem að öllum líkindum lék á píanó), Kristján Þorkelsson saxófónleikara og Þórð Kristinsson, ekki er ljóst hvaða hlutverk sá síðarnefndi hafði innan sveitarinnar.