Moondogs (1996)

Moondogs var rokksveit sem hefur eins og glöggir lesendur hafa væntanlega áttað sig á, nafnaskírskotun til Bítlanna, sveitin var starfandi árið 1996 og það sama ár átti hún lag á safnplötunni Músíkblanda 1: Rymur.

Meðlimir sveitarinnar voru þeir Arnar Guðjónsson söngvari og gítarleikari, Arnar Ólafsson bassaleikari, Þrándur Rögnvaldsson trommuleikari og Ófeigur Sigurðsson hljómborðsleikari. Einnig var Bjarni Grímsson trommuleikari eitthvað viðloðandi sveitina um tíma.

Sveitin var nokkuð virk sumarið 1996, lék þá m.a. á óháðri listahátíð og um haustið á tónleikum Unglistar. Frekari upplýsingar er ekki að finna um starfstíma Moondogs og er hér með óskað eftir þeim.