
Morbide silence
Glatkistan óskar eftir upplýsingum um dauðarokkssveitina Morbid silence sem litlar sem engar heimildir finnast um.
Sveitin starfaði sumarið 1991 og lék þá á Porthátíð Útideildar en annað er ekki að finna um hana, óskað er því eftir upplýsingum um meðlimi hennar, hljóðfæraskipan og starfstíma, svo eitthvað sé nefnt.