Móa and the Vinylistics (1999-2000)

Hljómsveitin Móa and the Vinylistics starfaði á árunum 1999 og 2000 en sveitin mun hafa verið stofnuð upp úr Vínyl (Vinyl) en breytti um nafn þegar Móa (Móeiður Júníusdóttir) gekk til liðs við hana. Aðrir meðlimir sveitarinnar voru þeir Kristinn Júníusson bassaleikari og Guðlaugur Júníusson trommuleikari bræður Móu, Arnar Guðjónsson gítarleikari og Þórhallur Bergmann hljómborðsleikari.…

Moondogs (1996)

Moondogs var rokksveit sem hefur eins og glöggir lesendur hafa væntanlega áttað sig á, nafnaskírskotun til Bítlanna, sveitin var starfandi árið 1996 og það sama ár átti hún lag á safnplötunni Músíkblanda 1: Rymur. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Arnar Guðjónsson söngvari og gítarleikari, Arnar Ólafsson bassaleikari, Þrándur Rögnvaldsson trommuleikari og Ófeigur Sigurðsson hljómborðsleikari. Einnig var…

Condemned (1992)

Reykvíska dauðarokksveitin Condemned starfaði 1992 og keppti það ár í Músíktilraunum. Sveitin var þá skipuð þeim Árna Sveinssyni söngvara, Sigurjóni Alexanderssyni gítarleikara, Friðfinni Sigurðssyni trommuleikara, Bárði Smárasyni bassaleikara og Agli Tómassyni gítarleikara. Arnar Guðjónsson gítarleikari (Sororicide, Leaves o.fl.) gekk til liðs við sveitina strax eftir Músíktilraunir. Sveitin starfaði um nokkurra mánaða skeið og hætti líklega…

Inflammatory (1992)

Dauðarokkshljómsveitin Inflammatory var ein af þeim öflugri í dauðarokkssenunni upp úr 1990 og keppti í Músíktilraunum 1992, komst þar reyndar í úrslitin. Sveitin ól af sér nokkra tónlistarmenn sem urðu þekktari fyrir annars konar tónlist síðar en dauðarokk en þeir voru aðeins fjórtán og fimmtán ára þegar sveitin kom fram á Músiktilraunum. Meðlimir sveitarinnar þá…