Bulldoze (2000)

Hljómsveitin var starfandi 2000 og tók þátt í Músíktilraunum þá. Hún komst ekki í úrslit. Meðlimir sveitarinnar voru Leifur Björnsson söngvari og gítarleikari, Edda Björnsdóttir sellóleikari, Guðjón Guðjónsson trommuleikari, Ágúst Benediktsson bassaleikari og Helgi Axel Svavarsson gítarleikari

Busarnir (1987-92)

Hljómsveitin Busarnir var starfrækt á árunum 1987 til 92 en 1991 kom út lag með þeim á safnplötunni Húsið sem gefin var út til styrktar Krýsuvíkursamtökunum. Þá var sveitin skipuð þeim Ólafi H. Stefánssyni gítarleikara, Siggeiri Péturssyni bassaleikara, Njáli Þórðarsyni hljómborðs- og píanóleikara, Grétari Elíasi Sveinssyni trommuleikara og Þorsteini G. Ólafssyni söngvara. Þessi sveit var…

Busy doing nothing (2005)

Busy doing nothing var eins konar blúsdjasssveit, starfandi 2005. Þetta var kvartett skipaður þeim Birgi Baldurssyni trommuleikara, Eðvarði Lárussyni gítarleikara, Sigurði Perez saxófónleikara og Þórði Högnasyni kontrabassaleikara. Ekki liggja fyrir nánari upplýsingar um sveitina.

Butler (1983)

Hljómsveitin Butler tók þátt í Músíktilraunum Tónabæjar haustið 1983 en komst þar ekki í úrslit. Ekki liggja fyrir neinar upplýsingar um þessa sveit en þær væru vel þegnar.

Búnaðarbanki Íslands (2002)

Hljómsveitin Búnaðarbanki Íslands var starfandi 2002 og var líklega frá Akranesi. Þetta óvenjulega nafn má líklega rekja til styrktaraðila sveitarinnar. Ekki liggja fyrir nánari upplýsingar um meðlimi hennar eða líftíma.

Bylur (1981-86)

Hljómsveit Bylur starfaði á árunum 1981-86. Sveitin, sem var instrumental band, tók þátt í öðrum Músíktilraunum Tónabæjar sem haldnar voru haustið 1983 og komst þar í úrslit. Meðlimir sveitarinnar voru árið 1984 þeir Matthías M.D. Hemstock trommuleikari, Svavar Sigurðsson hljómborðsleikari, Ólafur Stolzenwald bassaleikari og Leó Torfason gítarleikari en þegar sveitin átti lag á safnplötunni SATT…

Bæjarsveitin (1978)

Bæjarsveitin var ekki eiginleg starfandi hljómsveit heldur sveit sem sett var saman af Karli Sighvatssyni fyrir upptökur á plötu Ása í Bæ, Undrahatturinn, sem út kom 1978. Meðlimir sveitarinnar voru auk Karls sem lék á hljómborð, þeir Tómas Tómasson bassaleikari, Þórður Árnason gítarleikari, Sigurður Karlsson trommuleikari, Guðmundur T. Einarsson trommuleikari, Grettir Björnsson harmonikkuleikari, Viðar Alfreðsson horn-…

Bölverkur (2000)

Hljómsveitin Bölverkur var starfandi í kringum árið 2000. Sveitarmeðlimir voru Bragi, Sigmar, Hrafnkell og Jón en ekki liggja fyrir nánari upplýsingar um hana, hvorki líftíma né nánar um meðlimi hennar. Allar upplýsingar þ.a.l. eru þó vel þegnar.

Bjartsýnismenn (1991)

Bjartsýnismenn er hljómsveit frá Ísafirði skipuð þeim Sigurði Snorra Jónssyni söngvara, Helga Jóhanni Hilmarssyni gítarleikara, Guðmundi Heiðari Gunnarssyni hljómborðsleikara, Óla Pétri Jakobssyni bassaleikara og Einari Ársæli Hrafnssyni trommuleikara. Þannig skipuð átti sveitin lag á safnplötunni Húsið sem kom út 1991. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um þessa hljómsveit.