Bjartsýnismenn (1991)

Bjartsýnismenn

Bjartsýnismenn frá Ísafirði

Bjartsýnismenn er hljómsveit frá Ísafirði skipuð þeim Sigurði Snorra Jónssyni söngvara, Helga Jóhanni Hilmarssyni gítarleikara, Guðmundi Heiðari Gunnarssyni hljómborðsleikara, Óla Pétri Jakobssyni bassaleikara og Einari Ársæli Hrafnssyni trommuleikara. Þannig skipuð átti sveitin lag á safnplötunni Húsið sem kom út 1991.

Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um þessa hljómsveit.