Busarnir (1987-92)

Busarnir

Busarnir frá Stykkishólmi

Hljómsveitin Busarnir var starfrækt á árunum 1987 til 92 en 1991 kom út lag með þeim á safnplötunni Húsið sem gefin var út til styrktar Krýsuvíkursamtökunum. Þá var sveitin skipuð þeim Ólafi H. Stefánssyni gítarleikara, Siggeiri Péturssyni bassaleikara, Njáli Þórðarsyni hljómborðs- og píanóleikara, Grétari Elíasi Sveinssyni trommuleikara og Þorsteini G. Ólafssyni söngvara.

Þessi sveit var starfrækt í Stykkishólmi og var annar undanfara Vina vorra og blóma enda meðlimir að mestu þeir hinir sömu.