Blackmail (1995)

engin mynd tiltækHljómsveitin Blackmail var starfandi 1995 og sendi frá sér lag á safnplötunni Sándkurl 2 það sama ár.

Meðlimir voru Gottskálk Kristjánsson söngvari, Ásgrímur Antonsson trommuleikari, Ester Ingvarsdóttir hljómborðsleikari, Sigþór Frímannsson gítarleikari, Jón Sveinsson bassaleikari og Víðir Vernharðsson gítarleikari. Ekki liggja fyrir nánari upplýsingar um þessa sveit.