Blackmail (1993-95)

Blackmail

Hljómsveitin Blackmail var starfandi á Siglufirði seint á síðustu öld en árið 1995 sendi sveitin frá sér lag á safnplötunni Sándkurl 2.

Meðlimir sveitarinnar voru þeir Gottskálk Kristjánsson söngvari, Ásgrímur Antonsson trommuleikari, Sigþór Ægir Frímannsson gítarleikari og Jón Svanur Sveinsson bassaleikari. Víðir Vernharðsson gítarleikari bættist síðan í hópinn og í upptökunum á Sándkurli var hljómborðsleikarinn Ester Ingvarsdóttir einnig með þeim félögum, ekki liggur þó fyrir hvort hún var meðlimur sveitarinnar.

Helgi Svavar Helgason átti svo eftir að taka við trommuleiknum af Ásgrími í blálokin áður en sveitin lagði upp laupana.

Óskað er eftir frekari upplýsingum um starfstíma þessarar sveitar en útlit er fyrir að hún hafi verið starfandi a.m.k. á árunum 1993-95.