Afmælisbörn 20. júní 2018

Ágústa Ágústsdóttir

Tvö afmælisbörn koma við sögu á þessum degi:

Ágústa (Aðalheiður) Ágústsdóttir sópransöngkona frá Þingeyri er áttatíu og eins árs gömul í dag. Hún nam söng og fiðluleik hér heima og í Þýskalandi, hefur haldið tónleika á Íslandi og erlendis en hefur starfað mestmegnis hér heima, hún stjórnaði m.a. Samkór Ísafjarðarsýslu á sínum tíma. Eftir Ágústu liggur ein plata, Íslensk og norræn sönglög, sem kom út árið 1990.

Helgi Júlíusson (1918-94) úrsmiður og söngvari á Akranesi átti einnig þennan afmælisdag en hann var einn þeirra söngvara sem skipuðu sönghópinn Skagakvartettinn á árunum 1969-94. Skagakvartettinn gaf út plötu 1976 sem naut mikilla vinsælda á sínum tíma og muna margir lögum eins og Umbarassa, Skagamenn skoruðu mörkin og Ríðum ríðum, í flutningi kvartettsins. Helgi söng einnig með karlakórnum Svönum.