Afmælisbörn 20. júlí 2018

Brian Pilkington

Eitt tónlistartengt afmælisbarn er á lista Glatkistunnar að þessu sinni.

Brian Pilkington myndlistamaður er sextíu og átta ára gamall á þessum degi. Brian sem hefur búið hér á landi og starfað síðan á áttunda áratug síðustu aldar, hefur hannað og myndskreytt fjölda íslenskra hljómplötuumslaga fyrir hljómsveitir og tónlistarmenn. Þeirra á meðal má nefna plötur með Magnúsi Þór Sigmundssyni, Graham Smith og Þorgeiri Ástvaldssyni auk fjölmargra safnplatna sem SG-hljómplötur og fleiri gáfu út. Viðfangsefni Brians hafa í seinni tíð einkum verið tengd jólasveinum, álfum og tröllum.

Auglýsingar