Afmælisbörn 30. ágúst 2018

Agnar Már Magnússon

Afmælisbörnin eru þrjú talsins í dag:

Agnar Már Magnússon píanóleikari er fjörutíu og fjögurra ára í dag. Agnar Már sem nam á Íslandi og í Hollandi, hefur einna mest verið áberandi í djassgeiranum og eftir hann liggja nokkrar plötur, auk þess sem hann hefur starfrækt Tríó Agnars Más og unnið nokkuð við leikhústónlist. Hann hefur líka starfað með hljómsveitunum Out of the loop, Park project, ASA tríóinu, Stórsveit Reykjavíkur, Atlantshaf, B3 og Quadropedic, en þess má geta að Agnar Már vakti fyrst athygli með unglingasveitinni Ber að ofan.

Margrét Hjálmarsdóttir frá Blönduósi átti einnig þennan afmælisdag en hún lést 2005. Margrét fæddist 1918, hún var fremst í flokki rímnakveðenda, enda átti hún ekki langt áhugann og hæfileikann en hún var barnabarn Bólu-Hjálmars. Hún var öflug í starfi fyrir Kvæðamannafélag Hafnarfjarðar og Kvæðmannafélagið Iðunni eftir að hún flutti á höfuðborgarsvæðið en út komu tveir titlar með henni sjálfri, annars vegar á plötu, hins vegar snældu. Til er ógrynni upptaka þar sem Margrét kveður rímur.

Páll Kr. Pálsson orgelleikari (1912-93) fæddist ennfremur á þessum degi. Páll lærði á orgel, auk söngstjórnar og tónsmíða hér heima, í Svíþjóð, Danmörku og Skotlandi en starfaði lengstum sem organisti, auk þess stýrði hann kórum eins og Samkór Kópavogs, Samkór Reykjavíkur, Karlakórnum Þröstum og Lögreglukór Reykjavíkur. Tvær plötur komu út með orgelleik Páls.