
Black cat bone
Black cat bone (einnig nefnd Bobby Harrison and the black cat bone) var blússveit Bobby Harrison sem söng en aðrir meðlimir sveitarinnar voru Hlöðver Ellertsson bassaleikari, Guðmundur Gunnlaugsson trommuleikari, Pálmi J. Sigurhjartarson hljómborðsleikari, Sigurður Sigurðsson munnhörpuleikari og Jón Óskar Gíslason gítarleikari.
Þessi sveit starfaði í skamman tíma en árið 1991 starfrækti Harrison aftur sveit undir þessu sama nafni, ekki liggur þó fyrir hverjir skipuðu hana í það skiptið með honum nema að Tryggvi J. Hübner gítarleikari var meðal meðlima.