Cogito (1970-)

Cogito

Hljómsveitin Cogito var stofnuð í Hagaskóla árið 1970 og hefur í raun aldrei hætt störfum þótt starfsemi hennar hafi stundum legið niðri svo árum skiptir á stundum. Sveitin bar upphaflega heitið Cogito ergo sum (latn. Ég hugsa, þess vegna er ég) en þeir félagar styttu nafnið fljótlega í Cogito en þeir voru flestir lítt meðvitaðir um merkingu nafns sveitarinnar.

Meðlimir Cogito voru þeir Guðjón B. Hilmarsson trommuleikari, Kristján B. Blöndal gítarleikari, Atli V. Jónsson gítarleikari, Ólafur Jónsson bassaleikari og Pétur Hjaltested hljómborðsleikari. Hallberg Svavarsson tók á einhverjum tímapunkti sæti Ólafs. Þeir félagar voru síðar flestir í þekktum hljómsveitum á áttunda áratugnum.

Sveitin hefur stöku sinnum komið fram á reunion-um á síðustu árum.