Coma [2] (1984-85)

Coma frá Vopnafirði

Hljómsveit að nafni Coma starfaði á Vopnafirði árin 1984 og 85 að minnsta kosti og tók þá tvívegis þátt í hljómsveitakeppnum sem haldnar voru á útihátíðum í Atlavík um verslunarmannahelgina. Fyrra árið varð sveitin í öðru sæti en hún hafnaði í fjórða sæti árið eftir.

Coma lék þar frumsamda tónlist með texta á ensku en ekki liggur fyrir hvers konar tónlist var þar um að ræða. Svanur Kristbergsson [bassaleikari?] og Magnús Úlfar Kristjánsson voru meðal meðlima sveitarinnar en upplýsingar vantar um aðra sem skipuðu þessa sveit.