Guð sá til þín vonda barn (1986)

engin mynd tiltækHljómsveitin Guð sá til þín vonda barn (eða bara GSTÞVB) sigraði í hljómsveitakeppni á Laugum í Þingeyjasýslu um verslunarmannhelgina 1986. Sveitin, sem var frá Vopnafirði var skipuð þeim Svani Kristbergssyni söngvara og bassaleikara, Magnúsi Úlfari Kristjánssyni [?], Viðari Sigurjónssyni [trommuleikara?] og Sigurjóni Ingibjörnssyni [gítarleikara?].

Sveitin starfaði líkast til í stuttan tíma en þeir höfðu hug á því að skipta um nafn, og því gæti hún hafa starfað undir öðru nafni.