Samkór Vopnafjarðar [1] (1974-80)

Afar takmarkaðar upplýsingar finnast um Samkór Vopnafjarðar sem starfaði á áttunda áratug liðinnar aldar undir stjórn Hauks Ágústssonar. Fyrir liggur að kórinn starfaði sumarið 1974 þegar haldið var upp á 1100 ára landnámsafmæli Íslands um land allt en líklegt er að hann hafi þá verið starfandi í nokkurn tíma. Jafnframt liggja fyrir heimildir um að…

Samkór Vopnafjarðar [2] (1991-)

Samkór Vopnafjarðar starfaði allan tíunda áratug 20. aldarinnar með mikla blóma og eitthvað fram á þessa öld en heimildir um starfsemi kórsins síðustu tvo áratugina eru mjög af skornum skammti, hann er þó líklega enn starfandi þótt ekki sé söngurinn alveg samfelldur. Mjög er á reiki hvenær kórinn var stofnaður og er hann ýmist sagður…

Coma [2] (1984-85)

Hljómsveit að nafni Coma starfaði á Vopnafirði árin 1984 og 85 að minnsta kosti og tók þá tvívegis þátt í hljómsveitakeppnum sem haldnar voru á útihátíðum í Atlavík um verslunarmannahelgina. Fyrra árið varð sveitin í öðru sæti en hún hafnaði í fjórða sæti árið eftir. Coma lék þar frumsamda tónlist með texta á ensku en…

Vopn [1] (um 1970?)

Fyrir margt löngu, hugsanlega í kringum 1970 var starfandi hljómsveit undir nafninu Vopn, að öllum líkindum á Vopnafirði. Hljómborðsleikarinn Nikulás Róbertsson var í þessari sveit en engar aðrar upplýsingar finnast um hana og er hér með óskað eftir þeim.

Vesturbyggðarkórinn (um 1900)

Um eða eftir aldamótin 1900 mun hafa verið starfandi kór á Vopnafirði sem bar heitið Vesturbyggðarkórinn. Engar upplýsingar finnast um þennan kór en þeir sem lumuðu á upplýsingum um hann mættu gjarnan senda Glatkistunni línu.

Tíglar [1] (um 1965)

Á Vopnafirði var starfandi unglingasveit í kringum miðjan sjöunda áratug síðustu aldar. Sveitin var áreiðanlega starfandi 1964 og gæti hafa verið virk ennþá þremur árum síðar. Upplýsingar um þessa sveit eru afar takmarkaðar en þó liggur fyrir að Pálmi Gunnarsson [bassaleikari?] (síðan Mannakorn o.m.fl.) var í henni sem og Ólafur Þór [?] gítarleikari, Glatkistan óskar…

Gneistar [2] (1969)

Hljómsveitin Gneistar starfaði á Vopnafirði 1969 og hefur væntanlega verið eitthvað bítlakennd. Engar upplýsingar liggja fyrir um meðlimi hennar aðrar en að Nikulás Róbertsson var í henni, líklegast á orgel eða hljómborð.

Grandmaster gámur and the umpalumpas (1985-86)

Hljómsveitin Grandmaster gámur and the umpalumpas var frá Vopnafirði og var starfandi allavega 1985 og 86. Engar upplýsingar liggja fyrir um þessa sveit, utan þess að hún keppti í hljómsveitakeppni um verslunarmannahelgina 1985 í Atlavík og ári síðar á Laugum. Einn meðlima sveitarinnar hét hugsanlega Magnús, kallaður Maggi Boggu.

Guð sá til þín vonda barn (1986)

Hljómsveitin Guð sá til þín vonda barn (eða bara GSTÞVB) sigraði í hljómsveitakeppni á Laugum í Þingeyjasýslu um verslunarmannhelgina 1986. Sveitin, sem var frá Vopnafirði var skipuð þeim Svani Kristbergssyni söngvara og bassaleikara, Magnúsi Úlfari Kristjánssyni [?], Viðari Sigurjónssyni [trommuleikara?] og Sigurjóni Ingibjörnssyni [gítarleikara?]. Sveitin starfaði líkast til í stuttan tíma en þeir höfðu hug…

Samkór Selfoss – Efni á plötum

Samkór Selfoss – Þú bærinn minn ungi Útgefandi: eigin útgáfa Útgáfunúmer: SEL 001 Ár: 1980 1. Selfoss 2. Vorsól 3. Vopnafjörður 4. Maríubæn 5. Sýnin 6. Engjadagur 7. Fagra veröld 8. Á Sprengisandi 9. Sveinkadans 10. Líf 11. Ungverskt þjóðlag 12. Dísa 13. Róðravísur 14. Kisukvæði 15. Spunaljóð Flytjendur Samkór Selfoss undir stjórn Björgvins Þ. Valdimarssonar…