Samkór Vopnafjarðar [1] (1974-80)

Afar takmarkaðar upplýsingar finnast um Samkór Vopnafjarðar sem starfaði á áttunda áratug liðinnar aldar undir stjórn Hauks Ágústssonar.

Fyrir liggur að kórinn starfaði sumarið 1974 þegar haldið var upp á 1100 ára landnámsafmæli Íslands um land allt en líklegt er að hann hafi þá verið starfandi í nokkurn tíma. Jafnframt liggja fyrir heimildir um að kórinn hafi sungið opinberlega árið 1980, á leiksýningu á söngleiks Hauk, sem einnig stjórnaði honum 1974.

Allar frekari upplýsingar um Samkór Vopnafjarðar væru vel þegnar og óskast sendar Glatkistunni.