Closedown (2000-01)

Hljómsveit starfaði á Akranesi á árunum 2000 til 2001, að öllum líkindum innan Fjölbrautaskóla Vesturlands Akranesi, undir nafninu Closedown eða Close down.

Fyrir liggur að meðal meðlima hennar voru Sigurður Mikael Jónsson söngvari, Sigurður Ingvar Þorvaldsson bassaleikari og Bjarki Þór Aðalsteinsson trommuleikari en ekki finnast meiri upplýsingar um þessa sveit, Glatkistan óskar þ.a.l. eftir þeim.