Ogopogo (1983)

Hljómsveitin Ogopogo kom úr Árbænum og starfaði 1983 en þá keppti hún í Músíktilraunum og komst þar í úrslit. Sveitin átti lag á safnplötunni SATT 2 sem út kom árið eftir. Meðlimir sveitarinnar voru þá þeir Arnar Freyr Gunnarsson söngvari og gítarleikari, Páll Viðar Tómasson hljómborðsleikari, Björgvin Pálsson trommuleikari og Þorsteinn Halldórsson bassaleikari.

Sex púkar (1986)

Sex púkar var hljómsveit sem starfaði 1986, hún var stofnuð snemma árs og keppti um vorið í Músíktilraunum en starfaði líklega ekki lengur en fram á haustið. Sveitina skipuðu þeir Ívar Árnason gítarleikari, Steingrímur Erlingsson bassaleikari (Foringjarnir), Björgvin Pálsson trommuleikari, Viðar Ástvaldsson hljómborðsleikari og Björn Baldvinsson söngvari.