Ceró kvartett (1958-61)

Ceró (Cero) kvartettinn starfaði í fáein ár í kringum 1960 og lék þá á dansleikjum í Hafnarfirði og Reykjavík, einnig lítillega utan höfuðborgarsvæðisins m.a. á Kaupakonudansleik í Hlégarði í Kjós. Sveitin starfaði a.m.k. á árunum 1958 til 61 sem kvartett en undir það síðasta var um tríó að ræða.

Ekkert liggur fyrir um hverjir skipuðu Ceró kvartettinn en tveir söngvarar komu við sögu hans án þess þó að vera meðlimir sveitarinnar, það voru þeir Sigurgeir Scheving og Þórir Sigurbjörnsson.