Chalumeaux tríóið (1989-)

Chalumeaux tríóið

Chalumeaux tríóið hefur verið starfandi í áratugi en það er skipað þremur klarinettuleikurum sem leika á fjölda gerða hljóðfærisins.

Chalumeaux tríóið var stofnað árið 1989 og voru meðlimir þess lengst af þeir Óskar Ingólfsson, Sigurður Ingvi Snorrason og Kjartan Óskarsson, tríóið hefur jafnan komið fram með aukahljóðfæraleikurum og söngvurum og meðal söngvara má nefna Margréti Bóasdóttur, Hönnu Dóru Sturludóttur, Davíð Ólafsson og Huldu Björk Garðarsdóttur. Tríóið hefur leikið á fjölda tónleika um allt land í gegnum tíðina.

Þeir félagar hafa leikið tónlist frá öllum tímum og þá einnig samtímatónlist, þá hafa verk verið samin sérstaklega fyrir hópinn og má þar sérstaklega nefna verkið Þríþraut eftir Kjartan Ólafsson sem var hljóðritað 1994 en kom út á plötu Kjartans, Music from Calmus, árið 1998. Fleiri tónskáld má nefna í þessu samhengi s.s. Atla Heimi Sveinsson, Hilmar Jensson, Pál P. Pálsson og Tryggva M. Baldvinsson. Einnig hefur tríóið unnið hljóðritanir fyrir Ríkisútvarpið en þær hafa ekki verið gefnar út.

Þegar Óskar Ingólfsson lést árið 2009 langt fyrir aldur fram tók Ármann Helgason sæti hans, en Chalumeaux tríóið starfar enn í dag þótt ekki sé það alveg samfleytt.

Efni á plötum