Afmælisbörn 18. september 2020

Í dag koma þrjú tónlistartengd afmælisbörn við sögu á skrá Glatkistunnar:

Þórarinn Jónsson

Kjartan Ragnarsson leikari og leikstjóri er sjötíu og fimm ára í dag en hann kom víða við í tónlistartengdum verkefnum í leikhúsinu um tíma, m.a. annars í Hatti & Fatti, Gretti, Á köldum klaka og Saumastofunni þar sem tónlistinni var þrykkt á plast. Þá starfaði hann á yngri árum í hljómsveitnini Töktum, og kom síðar við sögu Heimavarnarliðsins og Vísnavina.

Árni Ísleifs djasspíanisti hefði átt afmæli í dag en hann lést árið 2018. Árni starfrækti eigin sveitir en starfaði einnig með hljómsveitum Jans Morávek, Björns R. Einarssonar, José Riba, Svavars Gests, Rúts Hannessonar og margra annarra. Hann bjó um árabil á Egilsstöðum og gerði mikið fyrir tónlistarlífið þar, kenndi á píanó, gítar og fleira, stjórnaði kór og kom á fót Djasshátíð Egilsstaða sem þar enn er í fullum gangi. Píanóleik Árna má aukinheldur finna á ótal hljómplötum í gegnum tíðina.

Þórarinn Jónsson tónskáld átti afmæli á þessum degi en hann lést þjóðhátíðarárið 1974, hann er yfirleitt talinn með fyrstu íslensku tónskáldunum. Þórarinn fæddist árið 1900 í Mjóafirði, hann var farinn að gera tilraunir með að semja tónlist barn að aldri en lærði á orgel og fiðlu, auk tónfræði áður en hann fluttist til Þýskalands í framhaldsnám. Þórarinn bjó og starfaði bæði á Íslandi og Þýskalandi eftir það, kenndi og samdi tónlist, bæði stærri verk sem karlakóra- og einsönglög. Hann starfaði einnig fyrir STEF í áratugi. Plata sem hafði að geyma heildarútgáfu karlakóra- og einsöngslaga Þórarins kom út árið 2004 á vegum Smekkleysu.