Kveinstafir í lifandi streymi frá Cadillac klúbbnum

Eins og undanfarna fimmtudaga verða tónleikar í lifandi streymi frá Cadillac klúbbnum og að þessu sinni er það hljómsveitin Kveinstafir sem stígur á stokk fimmtudagskvöldið 17. september.

Kveinstafir hafa starfað í 8 ár og hafa á boðstólum blues og rock ábreiður í bland við eigið efni en meðlimir sveitarinnar eru þeir Steinar sem leikur á trommur, Jói bassaleikari, Hansi gítarleikari, Dalla sem syngur og Sammi sem ku sjá um dans og almennan fíflagang eftir því sem fréttatilkynning segir.

Tónleikarnir verða sem fyrr segir í beinu streymi frá Cadillac klúbbnum og hefjast klukkan 20:30.