Lame dudes í lifandi streymi frá Cadillac-klúbbnum

Í kvöld, fimmtudagskvöldið 3. september verða tónleikar í Cadillc klúbbnum og að þessu sinni er það hljómsveitin Lame Dudes sem lætur til sín taka. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:30 og verður þeim streymt beint frá Facebook-síðu Cadillac klúbbsins.

Lame Dudes hafa spilað blúskennda tónlist frá 2007 á flestum öldurhúsum höfuðborgarinnar. Hljómsveitin gaf út blúsplötuna “Hversdagsbláminn”, að mestu með íslenskum textum árið 2011, og er að vinna í plötu númer tvö. Á efnisskránni í kvöld verða lög af væntanlegri plötu “einfaldir vafningar” í bland við þekkta standarda sem hljómsveitin leikur með sínu nefi.

Lame Dudes skipa þeir Hannes Birgir Hjálmarsson söngvari og gítarleikari, Gauti Stefánsson gítarleikari, Kolbeinn Reginsson trommuleikari, Jakob Viðar Guðmundsson bassaleikari og Friðþjófur Johnson munnhörpuleikari.