Sönghópurinn A Capella hafnaði í þriðja sæti Karaoke-keppni Hafnarfjarðar en sú keppni fór fram snemma árs 2003.
A Capella kom úr félagsmiðstöðinni Öldunni í Hafnarfirði og voru meðlimir hópsins þær Líney Dan Gunnarsdóttir, Svanhvít Júlíusdóttir, María Lovísa Guðjónsdóttir og Eva Guðrún Torfadóttir. Ekki liggur fyrir hveru lengi þær stöllur störfuðu.