Siferlæs (1997)

Hljómsveitin Siferlæs starfaði í Hafnarfirði árið 1997 og kom þá m.a. fram á tónleikum í tengslum við listahátíð ungs fólks í bænum.

Ekki finnast ítarlegar upplýsingar um þessa sveit en þó liggur fyrir að Magnús Leifur Sveinsson gítarleikari og Kristján Hafsteinsson bassaleikari sem síðar voru í hljómsveitinni Stæner (og sigraði Músíktilraunir 1998) voru í þessari sveit. Því er óskað frekari upplýsinga um Siferlæs.