Sigfús Halldórsson (1920-96)
Sigfús Halldórsson er án nokkurs vafa meðal allra fremstu dægurlagahöfunda sem Ísland hefur alið og enn í dag þekkja flestir landsmenn lagasmíðar hans þótt þær séu sumar hverjar frá því fyrir seinna stríð, eitt vinsælasta lag hans Litla flugan hefur við lauslega athugun t.d. verið gefið út í yfir þrjátíu mismunandi útgáfum og engin ein…