Shady Owens (1949-)

Söngkonan Shady Owens gerði garðinn frægan hér á Íslandi á sjöunda áratugnum og fram á þann áttunda, söng þá með fjórum af vinsælustu hljómsveitum þess tíma og var um tíma nánast eina söngkonan hérlendis sem söng popptónlist – og e.t.v. má segja að hún hafi rutt brautina fyrir aðrar slíkar. Minna fór fyrir henni síðar…

Sigga band (1986)

Hljómsveit sem gekk undir nafninu Sigga band var skráð til leik í Músíktilraunir vorið 1986 en ekkert bendir til þess að sveitin hafi mætt til leiks, eins gæti hún hafa keppt undir öðru nafni. Engar upplýsingar er að finna um þessa sveit, meðlimi hennar eða hljóðfæraskipan.

SHAPE (1994-99)

Hljómsveitin SHAPE starfaði austur á fjörðum í lok síðustu aldar, naut þar nokkurrar hylli og sendi meira að segja frá sér plötu en hætti störfum þegar söngvari og gítarleikari sveitarinnar gekk til liðs við sveitaballasveit að sunnan. SHAPE (sem ku vera skammstöfun og standa fyrir Supreme headquarters allies powers Europe) var rokksveit stofnuð 1994 og…

Siglunes-bandið (1939)

Fjöldi hljómsveita komu við sögu á Siglufirði á síldarárunum og ein þeirra, nefnd Siglunes-bandið starfaði þar sumarið 1939 á Hótel Siglunesi. Meðlimir Siglunes-bandsins voru þeir Jónatan Ólafsson píanó- og harmonikkuleikari, Poul Bernburg trommuleikari, Gísli Einarsson saxófón- og harmonikkuleikari og Þorvaldur Steingrímsson klarinettu-, saxófón- og fiðluleikari, sá síðast taldi annaðist allar útsetningar fyrir hljómsveitina.

SheMale (1997)

Hljómsveit sem gekk undir nafninu SheMale var meðal þátttökusveita í Músíktilraunum vorið 1997. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Kolbeinn Ingi Höskuldsson gítarleikari og söngvari, Kári Halldórsson gítarleikari, Kristján Freyr Einarsson trommuleikari og Kristján Páll Kristjánsson bassaleikari. Sveitin komst ekki í úrslit keppninnar og virðist ekki hafa starfað lengi. Heimildir eru fyrir því að Bjarni Þórisson og…

SHAPE – Efni á plötum

SHAPE – Shape: Limited edition Útgefandi: Marion Útgáfunúmer: Mar 001 Ár: 1998 1. Pieces 2. Hold the needle 3. Sister 4. You say 5. World alone Flytjendur: Logi Helguson – bassi Óli Rúnar Jónsson – gítar Magni Ásgeirsson – gítar og söngur Hafþór Helgason – trommur

Shady Owens – Efni á plötum

Shady Owens – I‘m counting on you / I´m saving all my love [ep] Útgefandi: Ariola  Útgáfunúmer: ARO 102 & 11.425 / 11 711 AT Ár: 1977 / 1978 1. I´m counting on you 2. I‘m saving all my love Flytjendur: Shady Owens – söngur [engar upplýsingar um aðra flytjendur]          …

SG-hljómplötur [útgáfufyrirtæki] (1964-84)

Útgáfufyrirtækið SG-hljómplötur var starfrækt um tveggja áratuga skeið og á þeim tíma gaf fyrirtækið út fjölda hljómplatna og kassetta sem seldust gríðarlega vel enda var fyrirtækið nánast einrátt á markaðnum um tíma, þegar fleiri útgáfufyrirtæki skutu upp kollinum urðu SG-hljómplötur smám saman undir og fyrirtækið leið undir lok. Segja má að SG-hljómplötur hafi orðið til…

Séra Ísleifur og englabörnin – Efni á plötum

Séra Ísleifur, Stella og englabörnin – Úr hvarfi [snælda] Útgefandi: Félag íslenskra fjöllistamanna (FÍFL) Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1994 1. Híðing 2. Ein lítil umþenking um svo sem ekki neitt og þaðan af minna 3. Mr. Jones (but wound up with Jane) 4. Ísland, ég sæki þig heim 5. Ísland ég gleymdi þér heima 6.…

Séra Ísleifur og englabörnin (1993-99)

Séra Ísleifur og englabörnin var ekki beinlínis hljómsveit heldur fremur hópur ljóðskálda, eins konar fjöllistahópur sem flutti frumsamin ljóð og annan gjörning undir hljóðfæraleik við lok síðustu aldar, hópurinn var hluti af stærri hóp listafólks sem var áberandi í miðbæjarmenningunni um það leyti. Sveitin kom fram við ýmis tækifæri á höfuðborgarsvæðinu á árunum 1993 til…

Siferlæs (1997)

Hljómsveitin Siferlæs starfaði í Hafnarfirði árið 1997 og kom þá m.a. fram á tónleikum í tengslum við listahátíð ungs fólks í bænum. Ekki finnast ítarlegar upplýsingar um þessa sveit en þó liggur fyrir að Magnús Leifur Sveinsson gítarleikari og Kristján Hafsteinsson bassaleikari sem síðar voru í hljómsveitinni Stæner (og sigraði Músíktilraunir 1998) voru í þessari…

Siðfágun (1997)

Hljómsveit sem bar nafnið Siðfágun og kom úr Reykjavík var skráð til leiks í hljómsveitakeppninni Rokkstokk ´97 sem haldin var í Keflavík sumarið 1997 en Siðfágun var þar meðal um tuttugu keppnissveita. Engar upplýsingar finnast um meðlima- og hljóðfæraskipan Siðfágunar og efni með henni er ekki að finna á safnplötunni Rokkstokk ´97 sem gefin var…

Shoprock (1997)

Hljómsveitin Shoprock virðist hafa verið ballhljómsveit starfandi sumarið 1997, hugsanlega í Borgarnesi. Þeir sem hafa einhverjar upplýsingar um þessa sveit, meðlimi hennar og hljóðfæraskipan mættu gjarnan deila þeim með Glatkistunni.

Afmælisbörn 7. júlí 2021

Fimm tónlistarmenn eiga afmæli í dag og eru á skrá Glatkistunnar: Aðalbjörn Tryggvason söngvari og gítarleikari Sólstafa er fjörutíu og fjögurra ára gamall í dag, Sólstafir hefur starfað síðan 1995 og liggja vel á annan tug útgáfa eftir sveitina. Sólstafir er þó ekki eina sveitin sem Aðalbjörn starfar með því hann hefur einnig leikið með…