Siglunes-bandið (1939)

Siglunes-bandið

Fjöldi hljómsveita komu við sögu á Siglufirði á síldarárunum og ein þeirra, nefnd Siglunes-bandið starfaði þar sumarið 1939 á Hótel Siglunesi.

Meðlimir Siglunes-bandsins voru þeir Jónatan Ólafsson píanó- og harmonikkuleikari, Poul Bernburg trommuleikari, Gísli Einarsson saxófón- og harmonikkuleikari og Þorvaldur Steingrímsson klarinettu-, saxófón- og fiðluleikari, sá síðast taldi annaðist allar útsetningar fyrir hljómsveitina.