Séra Ísleifur og englabörnin (1993-99)

Séra Ísleifur og englabörnin var ekki beinlínis hljómsveit heldur fremur hópur ljóðskálda, eins konar fjöllistahópur sem flutti frumsamin ljóð og annan gjörning undir hljóðfæraleik við lok síðustu aldar, hópurinn var hluti af stærri hóp listafólks sem var áberandi í miðbæjarmenningunni um það leyti.

Sveitin kom fram við ýmis tækifæri á höfuðborgarsvæðinu á árunum 1993 til 1999 og voru meðlimir hennar fjórir, þeir Friðrik H. Ólafsson (Dr. Fritz), Þormóður Karlsson (Móði), Bjarni Þórarinsson (Kokkur Kyrjan Kvæsir) og Ríkharður Þórhallsson (Ríkharður III). Hlutverk þeirra félaga í hópnum er ekki alveg á hreinu, svo virðist sem Friðrik hafi verið aðal ljóðahöfundurinn og gengið einnig undir heitinu Séra Ísleifur, Þormóður var hljómborðsleikari og Ríkharður trommuleikari, ekki liggur fyrir hver staða Bjarna var en óskað er eftir fyllri upplýsingum um Séra Ísleif & englabörnin.

Árið 1994 sendu þeir félagar frá sér kassettu í samvinnu við Stellu Hauksdóttur undir heitinu Úr hvarfi, sú kassetta vakti litla athygli enda var hún gefin út í litlu upplagi en er á hinn bóginn afar sjaldséður gripur í dag.

Efni á plötum