Sonic [1] (1976-77)

Hljómsveit sem bar nafnið Sonic var starfrækt í Hafnarfirði um tveggja ára skeið á árunum 1976 og 77, hún lék nokkuð á dansleikjum og var þá á ferð ásamt hljómsveitinni Cobra víða um sunnan- og suðvestanvert landið.

Fyrir liggur að Grétar Jóhannesson bassaleikari, Smári Eiríksson trommuleikari og Sveinn Rúnar Ólafsson söngvari voru í Sonic en upplýsingar óskast um aðra meðlimi sveitarinnar.

Hljómsveitin Target mun hafa verið stofnuð upp úr þessari sveit.